logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Foreldrasamstarf

Börn, foreldrar/forráðamenn og starfsfólk skólans mynda saman skólasamfélagið í Lágafellsskóla.

Mikilvægt er að þessir hópar vinni saman að mótun þessa samfélags og þeirra umgengnishátta sem eiga að einkenna samskipti innan skólans og utan. Menntun og velferð barnanna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti, samábyrgð og gagnkvæmri upplýsingamiðlun (Aðalnámskrá grunnskóla).

Foreldrar eru ávallt velkomnir í skólann þar sem þeir geta fylgst með börnum sínum í leik og starfi. Hvetjum við foreldra til að hafa samband við skólann vilji þeir afla sér upplýsinga eða koma upplýsingum á framfæri.

Tölvupóstur er nýttur til samskipta við foreldra og er heimasíðan notuð til upplýsingamiðlunar.

 

Kennarar setja inn vikuáætlanir og aðrar áætlanir inn á mentor þar sem kynnt er þau viðfangsefni sem unnið er að.

 Að hausti er haldinn náms- og kynningarfundur með foreldrum hvers árgangs. Kennarar kynna áætlanir sem liggja frammi um starfsemi skólans. Þeir kynna foreldrum menntor, bekkjarnámskrá, námsmatsáætlun og annað skipulag á skólastarfi. Foreldrum gefst færi á að ræða og kynnar sér starfið. Á þessum fundi kjósa foreldrar fulltrúa til setu í foreldrafélaginu.


Tvisvar á ári eru foreldrar boðaðir í   viðtal við kennara barnsins. Kennarar veita upplýsingar um hagi og stöðu barnsins í skólanum auk ýmissa hagnýtra upplýsinga. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn upplýsi skólann sem best um barnið og greini frá þeim þáttum sem geta haft áhrif á líðan þess í daglegu starfi. Um persónuupplýsingar ríkir þagnaskylda.


 

Allir foreldrar/forráðamenn hafa sitt eigið lykilorð að fjölskylduvef Mentors þar sem þeir hafa m.a. aðgang að ástundun, heimavinnuáætlun, bekkjarlistum, einkunnum og mörgu fleiru. Ef foreldrar hafa gleymt lykilorði sínu geta þeir beðið umsjónakennara, ritara eða kerfisstjóri skólans með mentor, Ásta Steina,  asta@lagafellsskoli.is að senda sér nýtt lykilorð á skráð netfang í gegnum mentor.


Mentor

 


Innskráningarsíða Mentors

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira