logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir mánuðum

Foreldraviðtöl

29/10/21
Foreldraviðtöl fara fram þriðjudaginn 2.nóvember. Foreldrar skrá sig í viðtal í gegnum mentor.is kv. leiðbeiningum sem sendar voru í pósti.
Meira ...

Skólaþing Mosfellsbæjar

18/10/21Skólaþing Mosfellsbæjar
Þann 11.október var haldið skólaþing vegna vinnu við nýja og bætta menntastefnu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Lesfimi - niðurstöður skólans í september

15/10/21Lesfimi - niðurstöður skólans í september
Frábær árangur í lesfimi Lágafellsskóli hefur sett sér skýra og hnitmiðaða lestrarstefnu til að nemendur skólans nái marktækum árangri í lestri. Stefnan snýr fyrst og fremst að því að sameina vinnuskipulag, verkferla og að gera lestrarkennsluna betri og skilvirkari. Þessi vinna hefur skilað frábærum árangri. Í september voru lögð fyrir nemendur lesfimipróf og er árangurinn aldeilis frábær. Þessum frábæra árangri má þakka miklum metnaði nemenda og starfsfólks ásamt góðri samvinnu heimilis og skóla. Lestur er bestur!
Meira ...

Lestrarákið Eldgos

12/10/21Lestrarákið Eldgos
Lestrarátakið "Eldgos" hófst í Lágafellsskóla í gær og stendur í 9 daga eða fram til 19. október. Nemendur skrá þær mínútur sem þeir lesa heima og í skólanum á skráningarblað sitt. Auk þess velja þeir hraunglóð (hjá kennara) og skrá á hana þær mínútur sem þeir lesa næstu þrjá daga. Því næst klippa þeir hraunglóðina út og festa hana upp við fjallið sem búið er að útbúa á gráa vegginn við matsal Lágafellsskóla. Þetta gera þeir á þriggja daga fresti þar til lestrarátakinu lýkur og í lok átaksins á hver nemandi þrjár hraunglóðir á eldfjallinu. Áfram lestur!
Meira ...

Skólaþing mánudaginn 11.október

04/10/21
Í tengslum við endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar verður haldið skólaþing mánudaginn 11.október. Skólaþingið verður haldið í Helgafellsskóla og skipulega tekið á móti nemendum, starfsmönnum og foreldrum ásamt öðrum þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í verkefninu. Nemendur kjósa fulltrúa úr sínum röðum, starfsmenn og foreldrar hafa fengið hlekk á skráningarform þar sem þeir geta skráð sig til þátttöku en aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta skráð sig til þátttöku á heimasíðu Mosfellsbæjar sjá nánar í frétt: https://www.mos.is/forsida/frettir/frett/2021/09/09/Menntastefna-Mosfellsbaejar/ Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig hið fyrsta og nýta tækifærið til að hafa áhrifa á menntastefnu Mosfellsbæjar.
Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira