logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Fréttir eftir árum

Úrslit í lestrarátaki Ævars vísindamanns

29/03/19Úrslit í lestrarátaki Ævars vísindamanns
Lestrarátaki Ævars vísindamanns lauk 1. mars og skiluðu nemendur Lágafellsskóla inn samtals 601 miðum sem þýðir að þeir lásu 1.803 bækur. Foreldrar voru líka duglegir að taka þátt en þeir skiluðu inn 51 miðum og lásu því samtals um 153 bækur :-)
Meira ...

Áríðandi tilkynning - rútuakstur fös. 22/3

21/03/19
Vegna verkfallsboðunar Eflingar og VR hjá rútufyrirtækjum föstudaginn 22. mars 2019 (frá miðnætti til miðnættis) mun allur skólaakstur falla niður í Mosfellsbæ þó með þeirri undantekningu að eftirfarandi ferðir verða eknar þar sem viðkomandi bílstjóri er ekki í þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkfall: Akstur í skóla: a) Morgunferðin úr Mosfellsdal og Helgafellshverfi í Varmárskóla Akstur úr skóla: b) Heimakstur frá Varmárskóla í Helgafellshverfi og Mosfellsdalinn kl. 13.45 og 16.00 Vert er að taka fram að það verður ekki ljóst fyrr en á miðnætti í kvöld hvort af verkfalli verður og eru aðstandendur beðnir um að fylgjast með fjölmiðlum og heimasíðu Mosfellsbæjar. Ef ekki kemur til verkfalls aka skólarútur eins og venjulega.
Meira ...

Ákveðið að gera úttekt á ÖLLU skólahúsnæði bæjarins

21/03/19
Bæjarstjórn leggur til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á ÖLLU skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemmda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Meira ...

Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020

11/03/19Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020
Innritun í grunnskóla Mosfellsbæjar fyrir skólaárið 2019-2020 fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem flytjast til Mosfellsbæjar skal vera lokið 1. apríl. I nnritun barna og unglinga með lögheimili í Mosfellsbæ, sem óska eftir að sækja grunnskóla í öðrum sveitarfélögum utan lögheimilis, skulu berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 1. apríl.
Meira ...

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

08/03/19Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar
Tólf glæslegir fulltrúar nemenda í 7.bekk kepptu fös. 8.mars um það hvaða fimm aðilar yrðu fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer í Varmárskóla fim. 28/3 kl. 17:30.
Meira ...

Laus störf við skólann

08/02/19Laus störf við skólann
Okkur vantar dönsku- og stærðfræðikennara á unglingastigi og, skólaliða í ræstingu, gæslu og aðstoð í mötuneyti. Smellið á fyrirsögn til að sjá nánar.
Meira ...

Upplýsingar til foreldra og nemenda í 9.bekk varðandi samræmd próf

08/02/19
Dagana 11.-13. mars verða samræmd könnunarpróf lögð fyrir alla nemendur í 9. bekk. Íslenskuprófið verður haldið mánudaginn 11. mars, stærðfræðiprófið 12. mars og enskuprófið 13. mars.
Meira ...

Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ Kynningarfundur

21/01/19
Mánudaginn 28. janúar kl:17:30 – 18:30 verða niðurstöður rannsóknar á högum og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ kynntar. Staðsetning: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ,
Meira ...

Fimmta lestrarátak Ævars vísindamanns

10/01/19
Lestrarátak Ævars vísindamanns hóf göngu sína í fimmta og síðasta skiptið 1. janúar og stendur til 1. mars. Eins og áður geta allir nemendur í 1. – 10. bekk tekið þátt. Þemað þetta árið er samblanda af hinum fjórum lestrarátökunum; risaeðlur, vélmenni, geimverur og ofurhetjur.
Meira ...

Frá Skólabókasafni

10/01/19
Ef þið viljið fylgjast með hvaða bækur börn ykkar eru að fá að láni hér á skólasafninu (og öðrum almennings bókasöfnum) getið þið gert það með því að skrá ykkur inn á Leitir.is.
Meira ...

Síða 4 af 4

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira