logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Takmörkun á skólastarfi til og með 12.janúar

03/01/2022

Skólastarf er hefðbundið að mestu leyti skv. núgildandi takmörkunum v/covid.  Eingöngu þarf að huga að fjöldatakmörkunum nemenda í matsal sem hefur nokkrar breytingar í för með sér.

Nemendur í 1.-3.bekk snæða í stofum eins og áður, engin breyting er hjá þessum árgöngum.

Í 4.-10.bekk þurfum við að bregða á það ráð að nemendur borða annan hvern dag í matsal og fá þá mat skv. matseðli.   Matsalnum verður skipt upp í tvö 50 nemenda hólf, í hvoru hólfi verður allt til alls og ekki gengið á milli.

Hinn daginn á móti borða nemendur í sinni heimastofu hjá umsjónarkennara og fá aðkeyptar samlokur.  Við óskum eftir því að nemendur í 4.-10.bekk taki með sér vatnsbrúsa að heiman á meðan þessum ráðstöfunum stendur til drykkjar með samlokunum.  Á göngugötu skólans eru vatnsbrunnar þar sem nemendur geta fyllt á brúsana eftir þörfum. Hér er yfirlit yfir samlokudaga en eins og áður sagði þá borða nemendur aðra daga skv. matseðli í matsal:

4/1         4, 7 og 10.bekkur samlokur

5/1        5, 6 og 9. bekkur samlokur

6/1         7, 4 og 8.bekkur samlokur

7/1         6, 5 og 10.bekkur samlokur

10/1       7, 4 og 9.bekkur samlokur

11/1      6, 5 og 10.bekkur samlokur

12/1      7, 4 og 8.bekkur samlokur

 

Skv. núgildandi takmörkunum er reynt að takmarka gestkomur eins og kostur er inn í skólana.  Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis.   Grímuskylda fullorðinna er í skólanum fyrir alla gesti eins og starfsfólk.

 

Biðlað er til foreldra um að senda ekki börn með einkenni í skólann.  Einnig óskum við áfram eftir góðu samstarfi við ykkur foreldra þegar kemur að leyfisbeiðnum/veikindum/sóttkví og skráningum vegna þessa í mentor.

Núgildandi takmarkanir v/covid gilda til og með 12.janúar.  Óljóst er með framhaldið en nú sem áður leggjumst við öll á eitt og tökumst á við áskoranir sem fylgja covid.

Ef smellt er á myndina má sjá samantekt á takmörkunum v/skólastarfs.

 

Í skólanum er sóttvörnum sinnt eins vel og við teljum mögulegt í okkar aðstæðum á sama tíma og tekið er tillit til gildandi takmarkana.

Látum ekki deigan síga og höldum öll áfram að gera okkar allra besta í krefjandi verkefnum. 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira