logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Skólasund hefst á ný mið. 7/4

06/04/2021

Skv. niðurstöðu Heilbrigðisráðuneytisins og með vísan til 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 356/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, getur skólasund hafist á ný á morgun, mið. 7/4 þó svo að sundstaðir séu almennt lokaðir til 15/4.

Passa þarf upp á að blöndun eigi sér ekki stað á milli skóla og því verður nemendur úr Lágafellsskóla, hvort sem þeir sækja íþróttatíma eða sund, í eldri klefnum íþróttahússins en nemendur úr öðrum skólum bæjarins sem sækja sundkennslu í Lágafellslaug fara í nýju klefana (World Class klefana) og munu starfsmenn íþróttahússins stúka af leiðirnar í mismunandi klefa.

Vonandi gengur þetta allt vel og minnum á að þessi reglugerð gildir til 15/4.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira