logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Skólahald eftir páska

01/04/2021
Póstur hefur verið sendur út á foreldra með upplýsingum um skólahald eftir páska.
Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tekur gildi á morgun, 1. apríl, og gildir til 15. apríl.
Reglugerðin er þess eðlis að skólastarf verður að mestu leyti með venjubundnu sniði eftir páska þó innan þeirra marka sem reglugerðin setur hverju skólastigi. Á grunnskólastigi er verið að athuga með undaþágu vegna skólasunds þar sem sundlaugar eru lokað til 15. apríl.
Kennsla í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefst kl. 10.00, þriðjudaginn 6. apríl en annað skólastarf er samkvæmt venju.
Í Lágafellsskóla hefst kennsla á elsta stigi skv. stundaskrá kl. 9:55 og rúta fyrir 8.-GG og 8.-LH fer 9:50 en íþróttatíminn þeirra að Varmá hefst kl. 10:05. ATH. að kennsla hjá 9.-GH og 9.-HP hefst samt ekki fyrr en 10:40 skv. stundaskrá þeirra. Kennsla hjá 1. – 7.bekk hefst kl.10:00.
Reglur fyrir hvert skólastig verða eftirfarandi:
Leikskólar
• Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri.
• Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma.
• Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella.
• Viðburðir eru heimilaðir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
• Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu.
Grunnskólar
• Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
• Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
• Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
• Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
• Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
Tónlistarskólar
• Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur.
• Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri.
• Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra.
• Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil.
• Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 skal farið eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.
Áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum.
Kveðja
Stjórnendur í Lágafellsskóla
 
 
12

 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira