logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Umferðaröryggi

11/09/2020

Fram eftir hausti eru margir nemendur duglegir að koma á hjólum/hlaupahjólum/rafhjólum í skólann. 

Mikilvægt er að foreldrar ræði við börn sín að öryggis þeirra vegna sem og annarra er nauðsynlegt að þau fylgi umferðarreglum og muni að gangandi vegfarendur eiga forgang á göngustígum og brýna fyrir börnunum að sýna gangandi vegfarendum tillitsemi.

 

Börnum yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hjálm við hjólreiðar.

 

Frekari leiðbeiningar um notkun rafhjóla má nálgast hjá samgöngustofu: http://www.samgongustofa.is/media/umferd/Rafhjol-leidbeiningar.OKT.2013-(1).pdf

 

Að lokum er gott að minna á að rafhjól hverskonar, reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti og línuskautar er óheimil á skólalóð frá kl. 08:00 – 17:00 meðan skólastarf stendur yfir.

 

Skólanum barst athyglisverð ábending þar sem fram kom að ökuhraði bifreiða þegar ekið var eftir Baugshlíð var í 46% tilfella yfir leyfilegum hámarkshraða (frétt frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 28.ágúst).  Það er því ekki úr vegi að óska eftir því að við fullorðna fólkið fylgjum umferðarreglum eins og við ætlumst til af börnunum.  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.

 

Verum örugg í umferðinni,

Starfsfólk Lágafellsskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira