logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Jólakúlulestur 2019

06/12/2019

Jólakúlulestri, lestrarátaki Lágafellsskóla sem stóð frá 11. -29. nóvember, lauk í síðustu viku. Nemendur fengu vikulega þátttökumiða, fyrst jólakúlu, svo jólabjöllu og loks jólasokk og skráðu á þá fjölda lesinna mínútna. Miðunum var svo raðað upp á vegg á þar til gert jólatré.

Nemendur stóðu sig aldeilis vel en samtals lásu þeir í 196.741 mínútur, sem gerir 3.279 klukkustundir eða 137 dagar! Allir fengu svo viðurkenningarskjal að lokum og hver bekkur á yngsta-, mið- eða elsta stigi sem las hvað mest fékk piparkökur og mandarínur að launum.

Höfðaberg hafði svolítið annan hátt á lestrarátakinu en 1. og 2. bekkur töldu bækur en ekki mínútur og lásu þeir samtals 759 bækur en foreldrar barna á Lóubergi, Spóabergi og Kríubergi lásu í samtals 10.342 mínútur fyrir börn sín.

Vel gert nemendur og áfram jólalestur!

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira