logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Dag- og tímasetningar á kynningarfundum fyrir foreldra

02/09/2016
Kynningarfundir fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í  Lágafellsskóla verða haldnir sem hér segir   

1. bekkur                          mánudag 12. september       kl. 17:30 – 21:00                           

2. bekkur  Höfðabergi   þriðjudag 13. september       kl. 08:10 – 09:30        

3. – 4. bekkur                  þriðjudag 13. september       kl. 08:10 – 09:30 

5. – 7. bekkur                   föstudag 9. september           kl. 08:10 – 09:30          

8. – 10. bekkur                 fimmtudag 8. september       kl. 08:10 – 09:30                                           

Morgunfundir vegna 3. – 10. bekkja hefjast í sal skólans með stuttu ávarpi skólastjóra. Að kynningu lokinni munu umsjónarkennarar bekkja kynna skólastarf vetrarins í stofum sínum. Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur í 2. – 4. bekk  meðan kynningarfundir standa yfir. Sendar verða frekari upplýsingar um tilhögun gæslunnar. 

Kennsla hefst kl. 10:00 í 2. – 7. bekk en kl. 09:55 í 8. – 10. bekk þann dag sem kynning fer fram. Sund- og íþróttakennsla verður samkvæmt stundatöflu meðan fundir standa yfir.     

Foreldrar eru hvattir til að geyma bílinn heima og ganga þess í stað í skólann vegna takmarkaðs fjölda bílastæða.   

Stjórnendur Lágafellsskóla  

Smella  hér til að fá pdf skjal sem hægt er að prenta út

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira