logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Viðbrögð vegna óveðurs - Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00 mán. 7/12

07/12/2015

Sælir foreldrar/aðstandendur nemenda í Lágafellskóla

 

Á fundi Neyðastjórnar Mosfellsbæjar með slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins var ákveðið að allri starfsemi á vegum Mosfellsbæjar verði hætt klukkan 16.00 þar sem því verður viðkomið.

Foreldrar/forráðamenn sæki börnin sín fyrir kl. 16:00. Síðustu valgreinar dagsins á elsta stigi sem venjulega eru til kl. 16:10 lýkur 15:50 í dag.

 

Lýst hefur verið yfir óvissuástandi á höfuðborgarsvæðinu. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er ráðlagt að vera ekki á  ferðinni eftir klukkan 17.00 í dag.

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir að sækja börn sín tímalega í grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar þ.e. ekki síðar en klukkan 16.00 til að starfsfólk skólanna komist örugglega heim. Sama gildir um frístundasel allra skólanna.

Íþróttamiðstöðvum Lágafelli og Varmá verður lokað klukkan 16.00 og öllum íþróttaæfingum því aflýst í dag.

Kennslu í Listaskóla Mosfellsbæjar eftir klukkan 16.00 og tónleikum sem halda átti í Hlégarði seinnipartinn í dag er frestað.

Upplýsingar um opnun skóla og íþróttamiðstöðva á morgun þriðjudag verða sendar út í kvöld.

Íbúar eru hvattir til að hreinsa frá niðurföllum þar sem því verður við komið.

Hafa skal samband við 112 ef neyðarástand skapast.

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira