logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Samræmd próf í 4.bekk 24.-25. sep.

21/09/2015

Upplýsingar um samræmt könnunarpróf

4. árgangs 2015

 

Kæru nemendur og foreldrar.

 Vikuna 21. - 25. september verða lögð fyrir samræmd próf í fjórða, sjöunda og tíunda bekk. Samkvæmt 2. grein í reglugerð Menntamálaráðuneytisins um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa er tilgangur þeirra eftirfarandi:

  • a) athuga eftir því sem kostur er, að hvaða marki námsmarkmiðum aðalnámskrár í viðkomandi námsgrein eða námsþáttum hafi verið náð,
  • b) vera leiðbeinandi um áherslur í kennslu fyrir einstaka nemendur,
  • c) veita nemendum, foreldrum og skólum upplýsingar um námsárangur og náms­stöðu nemenda,
  • d) veita upplýsingar um hvernig skólar standa í þeim námsgreinum sem prófað er úr, miðað við aðra skóla landsins.

Mæting í skólann: 8:10.

Prófið hefst 9:00

Próftíminn er sá tími sem nemandinn fær til að svara spurningum – þar fyrir utan er sá tími sem fer í dreifingu prófhefta, leiðbeiningar til nemenda og upplestur nafna þeirra. Íslenska er fimmtudaginn 24. september og stærðfræði er föstudaginn 25. september.

Fyrri hluti kl. 9:00-10:10, nesti/ávaxtabiti kl. 10:10-10:30 og seinni hluti kl.10:30-11:40 þeir sem eru með stuðningsúrræði fá 10 mín aukalega í hvorum hluta fyrir sig.

Gott nesti er nauðsyn báða dagana. Að prófunum loknum tekur við hefðbundinn skóladagur.

Ekki er heimilt að fara úr prófunum fyrr en allir hafa lokið við hvern hluta, biðjum við nemendur því að hafa með sér frjálslestrarbók til að lesa í báða dagana.

Til þess að allt sé til reiðu, biðjum við nemendur um að koma með allt sem þarf að hafa í stærðfræðiprófið miðvikudaginn 23.september. Þ.e: vasareikni, reglustiku,  dökkan blýant, yddara, strokleður, kúlupenna með svörtu eða dökkbláu bleki og frjálslestrarbók. Flestir hafa nú þegar komið með þessi gögn.

 

ATH. Nemendur eiga að nota penna eða dökkan blýant í krossaspurningum, líka í stærðfræði. Nemendur mega nota dökkan blýant við útreikninga í stærðfræðiprófi og í stafsetningu og ritun í íslensku.

Þessi gögn verða forráðamenn að útvega börnum sínum sjálfir.

Munið: Verið úthvíld, farið snemma að sofa fyrir prófin, borðið morgunmat og hafið með ykkur gott nesti og góða skapið.

Gangi ykkur vel í prófunum J

Umsjónarkennarar fjórða bekkjar, Rósa, Elín, Hrafnhildur og Drífa Björk

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira