logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

SAMMOS

SAMMOS

SAMMOS eru samtök foreldrafélaga gunnskóla í Mosfellsbæ. Stjórnir foreldrafélaga allra grunnskóla bæjarins tilnefna þrjá aðila í stjórn SAMMOS, tvo aðalmenn og einn varamann. Hlutverk samtakanna er að stuðla að velferð grunnskólabarna,  sameina krafta foreldrafélaga í bænum til góðra verka í skólamálum og eiga traust samstarf við fræðslunefnd og bæjaryfirvöld.

 

Markmið SAMMOS er að tryggja virka, jákvæða og uppbyggjandi samvinnu við þá hagsmunaaðila er koma að velferð grunnskólabarna í bæjarfélaginu. Samtökin leggja áherslu á mikilvægi þess að skólasamfélagið allt taki höndum saman um skapa jákvæðan skólabrag og umhverfi þar sem markvisst er stuðlað að þroska og andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan barnanna okkar.

 

Stjórn SAMMOS tilnefnir bæði áheyrnarfulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt, í Fræðslunefnd Mosfellsbæjar og fulltrúa sem starfar með Heimili og skóla, landssamtökum foreldra, fyrir hönd SAMMOS.

 

Með störfum sínum vill SAMMOS styðja við og stuðla að uppbyggingu framúrskarandi skóla- og lærdómssamfélags fyrir alla í Mosfellsbæ.

 

Upplýsingar um stjórn SAMMOS veturinn 2019 - 2020

Formaður  Anna Aurora Waage Helgafellsskóli
Varformaður Katrín Björk Baldvinsdóttir Krikaskóli
Ritari Gretar Ae Lágafellsskóli
Tengiliður Heimilis og skóla Helle Laks Varmárskóla
Varaformaður Heilmilis og skóla Elín María Jónsdóttir Helgafellsskóli
Tengiliður Fræðslunefnd Aldís Stefánsdóttir Lágafellsskóli
Varamaður Fræðslunefnd Sævar Örn Guðjónsson Krikaskóli

 

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira