logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Gjöf frá Foreldrafélagi Lágafellsskóla

03/05/2021

Enn og aftur hefur bókasafnið móttekið góða peningagjöf frá Foreldrafélagi skólans. Að þessu sinni var mikið keypt af borðspilum og einnig bækur. Á myndinni má sjá hluta af þessum gjöfum sem munu nýtast nemendum á öllum aldursstigum. Gjöfina afhenti fulltrúi Foreldrafélagsins, Eva Ómarsdóttir sem er lengst til vinstri á myndinni þá kemur bókvörður skólans, Sigrún Halldórsdóttir og skólastjórinn, Lísa Greipsson.

Þá stóð Foreldrafélagið einnig fyrir hjólafræðslu til allra nemenda í 1. - 7.bekk í síðustu viku.

Takk foreldrar og aðrir aðstandendur fyrir frábæran stuðning við skólastarfið, það er ómetanlegt að eiga góða að.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira