logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Upplýsingar til foreldra vegna boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STAMOS þriðjudaginn 23. maí og miðvikudaginn 24. maí.

19/05/2023

Til foreldra nemenda í Lágafellsskóla

Upplýsingar til foreldra vegna boðaðs verkfalls starfsfólks í Stéttarfélaginu STAMOS (Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar) þriðjudaginn 23. maí og miðvikudaginn 24. maí.

Sjá bréf sem fór heim

Boðað verkfall starfsfólks STAMOS mun hafa nokkur áhrif á skólastarf þá daga sem það stendur yfir. Í þessari lotu er boðað til verkfalls dagana 23.-24. maí en verkfallið stendur yfir frá kl.00:00 þann 23. maí til kl.12:00 þann dag og svo aftur frá kl. 00:00 – 23:59 þann 24. maí.  Starfsmannahópurinn sem þetta varðar er eins og áður húsvörður, kerfisstjóri, ritarar, stuðningsfulltrúar, frístundaleiðbeinendur, starfsfólk mötuneytis og skólaliðar. 

Þetta hefur í för með sér mjög skerta starfsemi á skrifstofu skólans þessa daga, engin starfsemi er í mötuneyti skólans þessa daga, störf sem stuðningsfulltrúar sinna falla niður s.s. gæsla að morgni áður en skóli hefst, gæsla í frímínútum og frístundastarf 24.maí fellur niður.

Ávaxtabiti og hádegismatur er ekki í boði þessa daga.

Frístundastarf fellur niður 24.maí.

Reikningar v/ávaxtabita, hádegismatar og frístundar verða leiðréttir til samræmis ef til verkfalls kemur.

 

Ef til verkfalls kemur þá mun skipulag skólastarfs þessara daga verða með eftirfarandi hætti:

 

1.-2.bekkur

Þriðjudagur 23.maí

Mæting 08:10 – 09:30 og þá eru nemendur sendir heim.

Mæting aftur kl. 12:00 og kennt skv. stundaskrá til 13:20, frístund tekur við kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir.

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur.

 

Miðvikudagur 24.maí

Mæting  08:10-09:30 og þá eru nemendur sendir heim. Mæting aftur kl. 12:00 og kennt skv.stundaskrá til 13:20 og þá eru nemendur sendir heim.

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur, frístund lokuð.

 

 

3.-4.bekkur

Þriðjudagur 23.maí

Mæting 08:10 – 09:30 og þá eru nemendur sendir heim.

Mæting aftur kl. 12:00 og kennt skv. stundaskrá til 13:20, frístund tekur við kl. 13:20 fyrir þá sem þar eru skráðir.

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur.

 

Miðvikudagur 24.maí

Mæting  08:10-11:20 og þá eru nemendur sendir heim (gæsla á miðvikudegi í fyrri frímínútum fyrir þennan aldur, þrír kennarar og skólastjóri).   Mæting aftur kl. 12:00 og kennt skv.stundatöflu til 13:20 og þá eru nemendur sendir heim.

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur, frístund lokuð.

 

 

5.-7.bekkur

Þriðjudagur 23.maí

Mæting 8:10-11:20 (gæsla á þriðjudegi í fyrri frímínútum fyrir þennan aldur, þrír kennarar og skólastjóri), nemendur sendir heim í hádeginu og svo kennt skv. stundatöflu aftur frá kl. 12:00.

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur.

 

Miðvikudagur 24.maí

Mæting 08:10 - 09:30

Kennt aftur skv. stundatöflu frá kl. 12:00

Enginn ávaxtabiti/enginn hádegismatur.

 

 

8.-10.bekkur

Þriðjudagur 23.maí

8.-10.bekkur kennt skv. stundaskrá allan daginn, nemendur sendir heim í hádeginu (gefum auka 10 mín í hádegi, fara fyrr – fá þá 40 mín eins og 5.-7.bekkur)

 

Miðvikudagur 24.maí

8.-10.bekkur kennt skv. stundaskrá allan daginn, nemendur sendir heim í hádeginu (gefum auka 10 mín í hádegi, fara fyrr – fá þá 40 mín eins og 5.-7.bekkur)

 

 

Við vonum að foreldrar sýni þessu skilning en við höfum leitað allra leiða til að hafa sem mest skólastarf þessa daga og minnum á að það er skólaskylda.  Á sama tíma leggjum við okkur fram um að virða þær leikreglur sem gilda þegar til verkfalls kemur og göngum ekki í störf fólks sem berst fyrir bættum kjörum enda er það lögbrot.

Á eftirfarandi slóð má lesa frétt um málið á vef Mosfellsbæjar.

https://mos.is/mannlif/um-mosfellsbae/frettir/aframhaldandi-verkfoll-i-naestu-viku-ef-ekki-naest-ad-semja

Stjórnendur Lágafellsskóla 
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira