logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Handbók leikskóla

28/10/2020

Handbók leikskólahluta Höfðabergs er hluti af vinnu sem Höfðaberg, ásamt öðrum leikskólum Mosfellsbæjar, tók þátt í ásamt Menntamálastofnun og Ásthildi Snorradóttur talmeinafræðing. 

Markmið verkefnisins var að hvert barn fengi íhlutun og kennslu við hæfi og að börn myndu ná hámarksárangri hvað varðar mál, tal, boðskipti og læsi í víðum skilningi.

Starfsmenn Höfðabergs tóku virkan þátt í þessari vinnu með námskeiðum, fyrirlestrum og ýmsum vinnustundum.

Þátttaka í verkefni sem þessu hefur aukið þekkingu starfsmanna á snemmtækri íhlutun ásamt því að gott var að rýna í starfið.  Handbókin gerir starf leikskólans sýnilegra fyrir foreldra og aðra sem vilja kynna sér starfið sem fer fram á 4 og 5 ára deildum Höfðabergs.

 

Handbók um snemmtæka íhlutun

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira