logo
 • Samvera -
 • Samvinna -
 • Samkennd

Skipulag skólastarfsins vikuna 23. - 27.mars

20/03/2020

Lágafellsskóli á tímum Kórónuveirunnar

Skipulag skólastarfs næstu daga

 

Eins og allir vita er nú í gildi samkomubann og því mun skólastarf raskast töluverðu næstu vikurnar.  Skipulag miðast við að aldrei séu fleiri en 20 nemendur í hópi, hópar blandist ekki og fækka „snertiflötum“ allra sem mest má vera.  Teymi hafa verið skipuð fyrir hvern árgang sem sinnir kennslu þess árgangs alfarið og kemur ekki að öðrum hópum. Hver árgangur er í skólanum tvær klukkustundir á dag (3 kennslustundir) í einni og sömu kennslustofunni.  Hvorki verður boðið upp á ávaxtabita né hádegismat, þó verður boðið upp á hádegismat fyrir þá nemendur í 1.-2.bekk sem fara í frístund.  Ekki verða hefðbundnar frímínútur en útivera nýtt eins og hægt er án þess að hópar mætist í anddyri eða á skólalóð.  Ekki er þörf á að koma með íþrótta- eða sundföt. Í hverju anddyri taka starfsmenn á móti hópum og bæði innkomu og útgöngu úr skólanum verður stýrt. Frístund er í boði fyrir nemendur í 1.-2.bekk frá því að skóladegi þeirra lýkur og fram til 16.30.  Frístund fer fram að mestu í 1. og 2. bekkjar stofunum, nýting sameiginlegra rýma mun falla niður.  Útivera verður nýtt eins og kostur er án þess að nemendur mætist í anddyri eða á skólalóð.  Frístund er ekki í boði fyrir 3.-4.bekk.

Eftirfarandi skipulag á við þriðjudaginn 17.3. til föstudagsins 20.3.  Skipulagið gæti þurft að endurskoða frá degi til dags miðað við breyttar forsendur.

5. - 7. bekkur

Tekið er á móti nemendum milli kl. 07:50-08:00, kennsla hefst stundvíslega kl. 8:00 og stendur til 10:00.

 • 5.bekkur mætir í austur anddyri skólans (anddyri 3.-4.bekkjar)
 • 6.bekkur mætir í aðalanddyri (anddyri 5.-7.bekkjar)
 • 7.bekkur mætir í vesturanddyri (anddyri 8.-10.bekkjar)

ATh.  nemendur mæta kl. 08:00 en ekki 08:10 eins og vanalega.


1.- 4. bekkur

Tekið er á móti nemendum milli kl. 10:20-10:30, kennsla hefst stundvíslega kl. 10:30 og stendur til 12:30.

 • 1.bekkur mætir við innganga á Höfðabergi skv. þessu skipulagi: 
  • Stjörnu heimahópur gengur inn um inngang 1.bekkjar.
  • Mána heimahópur gengur inn um dyr á milli húsanna, sem snýr að fótboltavellinum.
  • Sólar heimahópur gengur inn um dyr við bílastæði við enda hússins. Snýr í átt að golfvellinum.
 • 2.bekkur mætir við innganga á Höfðabergi skv. þessu skipulagi: 
  • Sólar hópur kemur beint inn um hurðina sem er að fataklefa í stofu Hjördísar.
  • Tungl hópur kemur  inn um hurðina frá bílastæði og koma þá beint inn á ganginn fyrir framan Eddu stofu.
  • Stjörnur (Steinunn) og Ský (Sigurborg) koma inn um aðal anddyrið þar sem starfsmenn stýra innkomu.
 • 3.bekkur mætir í austuranddyri (anddyri 3.-4.bekkjar)
 • 4.bekkur mætir í aðalanddyri (anddyri 5.-7.bekkjar)

8. - 10. bekkur

Tekið er á móti nemendum milli kl. 12:50-13:00, kennsla hefst stundvíslega kl. 13:00 og stendur til 15:00.

 • 8.bekkur mætir í austur anddyri skólans (anddyri 3.-4.bekkjar)
 • 9.bekkur mætir í aðalanddyri (anddyri 5.-7.bekkjar)
 • 10.bekkur mætir í vesturanddyri (anddyri 8.-10.bekkjar)

Tilmæli til foreldra:

 • Foreldrar gæti fyllsta hreinlætis hvað varðar fatnað barna.Þetta á einnig við um aðrar eigur nemenda.
 • Nemendur komi ekki með hluti með sér að heiman í skólann annað en nauðsynlegt er til náms.Mikilvægt er að þeir nemendur sem koma með ritföng að heiman t.d. nemendur í unglingadeild sé vel búnir ritföngum þar sem ekki er ætlast til að lánað sé á milli nemenda.
 • Hafi nemendur flensueinkenni s.s. kvef verði foreldrar beðnir um að halda þeim heima.
 • Foreldrar komi ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til og þá í samvinnu við kennara.Kennarar geta afhent foreldrum gögn ef svo ber undir.

Stjórnendur skólans óska eftir góðri samvinnu við foreldra svo þetta fyrirkomulag gangi sem allra best.  Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá endilega samband við stjórnendur og/eða umsjónarkennara.

Lísa Greipsson

Skólastjóri

Sjá bréf í PDF-formi

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira