logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Foreldraviðtöl fim. 2. nóv.

26/10/2017

Foreldraviðtöl verða í Lágafellsskóla fimmtudaginn 2.nóvember.

Mjög vel hefur tekist hingað til að fara þá leið að nýta tæknina og láta ykkur sjálf bóka tímana á foreldraviðtölunum hjá umsjónarkennara í gegnum Mentor og því verður sama leið farin áfram. http://www.infomentor.is/

Til þess að allt gangi nú vel fyrir sig biðjum við ykkur vinsamlega um að horfa á örstutt (26 sek) myndband um það hvernig bókun fer fram https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Opnað er fyrir skráninguna í dag, fim. 26. okt., og henni lýkur mið. 1. nóv.

Þeir sem þurfa að bóka viðtöl hjá fleirum en einum kennara eru vinsamlega beðnir um að hafa 15 mín. á milli viðtala svo þeir hafi nægan tíma til að koma sér á milli bygginga og eða stofa.

Ef einhver vandamál koma upp vinsamlega snúið ykkur þá til umsjónarkennara.

Munið að því fyrr sem þið bókið því fleiri lausir tímar til að velja úr.

Öll kennsla fellur niður þennan dag en frístund er opin eins og venjulega fyrir þá nemendur sem eru þegar skráðir þar.

Með kveðju

Umsjónakennarar og stjórnendur í Lágafellsskóla

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira