logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Skólahlaup UMSK fyrir 4. -7. bekk

06/10/2017

 

Hið árlega skólahlaup á vegum UMSK fór fram fim. 5/10 í blíðskaparveðri á Kópavogsvelli. Allir grunnskólar á sambandsvæði UMSK mega taka þátt. 

Mjög góð þátttaka var hjá nemendum í Lágafellsskóla og hlupu um ¾ nemenda í 4. – 7. bekk. Nemendur í 4. og 5. bekk hlupu 400 m (1 hring á vellinum) og nemendur í 6. og 7.bekk hlupu 800 m (2 hringi).  

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum árgangi bæði hjá stelpum og strákum og áttum við nokkra nemendur sem komust á verðlaunapall.   

 

4. bekkur strákar

1. sæti  Ísak Þráinsson 4.-HES 

5. bekkur strákar: 

1. sæti  Rúrik Þór Esteves 5.-DBS 

6. bekkur strákar:

2 sæti    Björn Einarsson 6.-IRÍ 

3.sæti   Arnar Máni Andersen 6.-JÞ 

7. bekkur stelpur:

3. sæti  Berglind Erla Baldursdóttir 7.-MLG og Karen Dæja Guðbjartsdóttir 7.-AH 

 

 

Til hamingju með árangurinn öllsömul, Lágafellsskóli er afar stoltur af öllum sínum duglegu nemendum sem tóku þátt í þessum viðburði J

Hér munu koma myndir frá hlaupinu

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira