logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Kynningarfundur fyrir foreldra barna í 5. – 10. bekk.

11/10/2016

Föstudaginn 14. október kl. 08:15 verður kynningafundur á niðurstöðum könnunar sem Rannsókn og greining gerði á lýðheilsu nemenda í 8. -10. bekk og fram fór í grunnskólunum á vorönn 2016.

Niðurstöður verða kynntar varðandi líðan nemenda í skóla, samskipti þeirra, samveru við foreldra, svefnvenjur, tölvunotkun, áfengis- og fíkniefnaneyslu og fleira sem hefur áhrif á almenna lýðheilsu og vellíðan ungmenna.
Könnunin var gerð í öllum sveitarfélögum landsins á sama tíma og er það mennta- og menningarmálaráðuneytið sem lætur framkvæma hana. Á fundinum verða kynntar niðurstöður fyrir Mosfellsbæ í heild, höfuðborgarsvæðið og einnig fyrir allt landið sem og þróun rakin milli ára.
Kynningin er ætluð foreldrum barna í 5. – 10. bekk og öðrum áhugasömum um lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ.  Jón Sigfússon og Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Háskóla Reykjavíkur sjá um kynninguna.
Fundurinn er í klukkustund og í boði er kaffi og rúnstykki frá kl. 8:00.


Við hvetjum foreldra og aðra sem vinna með ungmennum eindregið til að mæta á fundinn og fá innsýn í áhrifaþætti í umhverfi barna.


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira