logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Laus störf við Lágafellsskóla veturinn 2016-17

30/06/2016

Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi?

Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum.

Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi,  ásamt 5 ára leikskóladeildum. 

  

Við í Lágafellsskóla leitum að kennurum fyrir næsta skólaár 2016-2017

  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi,  80 – 100% starfshlutfall
  • Umsjónarkennsla á miðstigi, 100% starfshlutfall

 Menntunar- og hæfnikröfur:

·         Leyfisbréf grunnskólakennara

·          Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður

·          Góð færni í samvinnu og samskiptum

·          Áhugi á starfi með börnum

·          Áhugi á starfsþróun og  nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi

  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

Stöður umsjónakennara eru bæði fastráðningarstöður og tímabundnar stöður til eins árs vegna  leyfa.

Þroskaþjálfi óskast í 80 – 100% starfshlutfall                                                                                                                     

Starfið felst í að vera liðsmaður ákveðinna barna og sinna einstaklingsþörfum þeirra, m.a.  í sérdeild skólans. 

Menntunar- og hæfnikröfur:
      •        Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar
        •      Góð hæfni í mannlegum samskiptum
        •      Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Ef ekki fæst þroskaþjálfi til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfið. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf frá og með 15. ágúst.

Stuðningsfulltrúar óskast

Meginverkefni er aðstoð við nemendur í leik og starfi. 

Vinnutími frá kl. 08:00. Möguleiki á vinnu í frístundaseli e.h. og þar með 100% starfshlutfalli. Ráðning frá 15.ágúst.

 Menntunar- og hæfnikröfur:

·          Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.

·          Áhugi á að vinna með börnum.

·          Frumkvæði og sjálfstæði.

·          Góð færni í samskiptum

 Lausar stöður á leikskóladeildum 5 ára barna í Höfðabergi, útibúi skólans

Starfshlutfall 100% og ráðning frá 1.ágúst.

Menntunar- og hæfnikröfur:

·          Leikskólakennaranám eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi

·          Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

·          Áhugi á starfi með börnum

·          Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

·          Þolinmæði og þrautseigja

Matráður við Höfðaberg

Matráður hefur yfirumsjón með eldhúsi, sér um matseld og bakstur, skipuleggur matseðil í samráði við matreiðslumann skólans, annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum og hefur umsjón með þrifum. Starfshlutfall 100% og ráðning frá 1.ágúst.

Menntunar og hæfnikröfur:

·          Góð þekking og reynsla sem nýtist í starfi

·          Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi

·          Skipulögð vinnubrögð

·          Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum

·          Hæfileiki til að vinna undir álagi

 Upplýsingar um ofangreind störf veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í  síma 5259200/8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is

Frístundaleiðbeinendur óskast í Frístundsel Lágafellsskóla

Frístundaleiðbeinendur taka þátt í skipulagningu faglegs frístundastarfs og leiðbeina börnum í leik og starfi í samvinnu við samstarfsfólk.
Um hlutastörf er að ræða og vinnutími frá kl. 13:00 – 17:00 en möguleiki er á styttri vinnutíma.

Ráðning frá 18. ágúst

 Menntunar- og hæfnikröfur:

·          Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.

·          Áhugi á að vinna með börnum.

·          Frumkvæði og sjálfstæði.

           Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

           Þolinmæði og þrautseigja


Upplýsingar veitir Ágústa Andrésdóttir, forstöðumaður í síma 8991563. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið agusta@lagafellsskoli.is

 Laun vegna auglýstra starfa eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Umsóknarfrestur er til 13. júlí 2016

  Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.

 

 

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira