logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á elsta stigi

17/03/2016
Nokkrir nemendur á unglingastigi tóku þátt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna í Borgarholtsskóla föstudaginn 11.mars s.l. Keppnin var fyrir nemendur í Grafavogi, Grafarholti, Árbæjarhverfi, Mosfellsbæ og Kjalarnes og voru 169 nemendur sem tóku þátt að þessu sinni. 

Nemendurnir okkar stóðu sig frábærlega og náðu nokkur þeirra þeim frábæra árangri að vera meðal 10 efstu í sínum árgangi. 

Í 10.árgangi náði Ingi Benedikt Jónasson fullu húsi stiga sem er sögulegur árangur í keppninni. 

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn. 

8.bekkur: Arnór Daði Rafnsson 2.sæti og  Kristófer Fannar Björnsson 4.sæti. 

9.bekkur: Skúli Hólm Hauksson 6.sæti,  Sólveig Rósa Hugadóttir 7.-9.sæti og  Andri Már Guðmundsson 10.sæti.

10.bekkur: Ingi Benedikt Jónasson 1.sæti og  Alex Orri Davíðsson 3.sæti.

Fleiri myndir má sjá hér.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira