logo
  • Samvera -
  • Samvinna -
  • Samkennd

Jólamatur nemenda

03/12/2015

Þeir nemendur sem ekki eru í fastri mánaðaráskrift gefst kostur á að kaupa sér staka jólamáltíð sem verður í skólanum fös. 11/12 en þann dag verður í matinn: Jólaskinka m/brúnni sósu, paprikukryddaðar kartöflur, grænar baunir og  rauðkál, vatn/ávaxtasafi eða appelsíni og íspinni verður í desert. Þessi máltíð kostar 600 kr.

Einnig gefst nemendum kostur á að kaupa sér staka máltíð á litlu jólunum en þann daginn verður pizza í matinn. Litlu jólin verða hjá 8.-10. bekk fim.kvöldið 17/12 en hjá 1. -7. bekk 18/12 á skólatíma. Þessi máltíð kostar einnig 600 kr.

 Nemendur í 3.-10. bekk greiða fyrir hjá riturum skólans en nemendur í 1.-2. bekk á Höfðabergi greiða umsjónarkennara sínum og er síðasti dagur til að greiða jólamatinn 7/12 en pizzuna 14/12.



Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira