Beint ß lei­arkerfi vefsins
Lßgafellsskˇli

┴Štlanir

1. Nemendur
 • Gera þarf nemendum grein fyrir því að þeir eru ekki að klaga ef þeir segja frá því að þeim eða einhverjum líði illa vegna eineltis eða annars ofbeldis.
 • Nemendur séu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti í verki með því að bregðast við til hjálpar og láta vita.

Nemendur geta tekið afstöðu gegn einelti án róttækra aðgerða með því að:

 • Hleypa öllum inn í félagahópinn.
 • Neita að taka þátt í einelti
 • Sýna vanþóknun sína á einelti án orða, með fasi, svipbrigðum og athöfnum.

Nemendur geta beitt róttækari aðgerðum gegn einelti með því að:

 • Kalla á hjálp frá fullorðnum.
 • Biðja gerendur að láta þolendur í friði.
 • Hjálpa þolandanum að forða sér úr aðstæðum.
 • Hvetja aðra nemendur til að taka afstöðu gegn eineltinu.
 • Fylgja þolandanum til einhvers af starfsfólki skóla og hvetja hann til að segja frá eineltinu.

(Tekið upp úr bókinni Gegn einelti – handbók fyrir skóla (2000) bls. 27.)

2. Foreldrar/forráðamenn

 • Foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um stefnu skólans í eineltismálum og séu hvattir til að leggja skólanum lið.
 • Foreldrar/forráðamenn séu beðnir að láta börn sín vita að þeir styðji stefnu skólans og vilji hvorki að þau séu lögð í einelti, leggi aðra í einelti né séu áhorfendur að einelti.
 • Foreldrar/forráðamenn geta best stutt stefnu skólans með því að kenna börnum sínum að bera virðingu fyrir öðru fólki og hvetja þau til góðra samskipta við skólafélaga sína.
 • Foreldrar/forráðamenn hvetji börn sín til að láta vita ef þeim eða öðrum líður illa og séu tilbúnir til að hlusta á þau og veita þeim stuðning.
 • Foreldrar/forráðamenn hafi samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga eða skólastjórnendur ef þeir fá grun um einelti í skólanum.

3. Starfsfólk

 • Skólastjóri sjái um að hausti fari fram fræðsla og umræða um stefnu skólans í eineltismálum. Fræðslunni sé beint til nemenda, foreldra og starfsfólks skólans.
 • Allir starfsmenn séu vakandi fyrir því að einelti geti komið upp í skólanum og séu tilbúnir til að bregðast strax við ef þeir verða vitni að slíku.
 • Starfsfólk þarf að vera tilbúið að hlusta á nemendur. Nemendur geta treyst því að þeir geti tali við starsfólk í trúnaði og njóti nafnleyndar. Trúnaður er í flestum tilfellum forsenda þess að nemendur láti vita af einelti.
 • Þegar foreldrar eða nemendur snúa sér til starfsfólks vegna eineltismála er mikilvægt að starfsfólk taki ábendingum alvarlega og sé tilbúið að hlusta, aðstoða og benda á við hvaða aðila er hægt að tala.
 • Nauðsynlegt er að starfsfólk skólans fái handleiðslu, stuðning og hvatningu við vinnslu og lausn einstakra eineltismála.
 • Umsjónarkennarar leggi áherslu á góðan bekkjaranda og bekkjarreglur sem brýni fyrir nemendum að einelti leyfist ekki í skólanum. Minna þarf á reglur, ræða þær og jafnvel æfa.
 • Að hafa lifandi vinnu og umræðu um einelti inn í kennslustofunni.

4. Ábyrgð

 • Ef upp kemur einelti í skólanum á umsjónarkennari og skólastjórnendur að vinna að lausn málsins og hafa samband við foreldra/forráðamenn. Leita skal aðstoðar eineltisteymis, námsráðgjafa, skólasálfræðings og annars fagfólks eftir þörfum.
 • Annað starfsfólk, foreldrar og nemendur geta aðstoðað við lausn mála.
 • Vakni grunur um einelti á strax að láta umsjónarkennara viðkomandi nemenda vita.
 • Umsjónarkennari nemenda sem orðið hefur fyrir einelti ber ábyrgð á að koma upplýsingum um málið til annarra kennara og fólks sem annast gæslu.

5. Skólareglur

 • Skólareglur innihalda ákvæði um góð samskipti og að einelti leyfist ekki.
 • Reglur um góð samskipti séu kynntar í öllum bekkjum og nemendum hrósað og umbunað þegar vel gengur. Lögð sé áhersla á það við nemendur að þeir virði þessar reglur í skólanum, á leið í og úr skóla, í búningsklefanum og sturtum í íþróttahúsi.
 • Foreldrar/forráðamenn taki höndum saman við starfsfólk skólans og leggi áherslu á sömu viðhorf heima og í skólanum.

6. Kannanir og upplýsingar

 • Kanna skal líðan nemenda árlega. Kannanir eru á ábyrgð skólans. Einstaklingsviðtöl og ritunarverkefni þar sem nemendur eru fengnir til að skrifa um tilfinningar sínar og samskipti í skólanum koma líka til greina.
 • Þemadagar, myndbönd, fræðsluefni og foreldrafundir þar sem niðurstöður könnunar eru kynntar.
 • Foreldrar/forráðamenn barna sem verða fyrir einelti í skólanum fái upplýsingar um það eins fljótt og verða má, hvernig þeir geti brugðist við heima ásamt upplýsingum um hvernig skólinn ætli að tryggja sem best öryggi barnsins.
 • Foreldrar/forráðamenn gerenda fái einnig upplýsingar um gerðir barnsins síns og taki virkan þátt í því með skólanum að setja barninu mörk og eigi kost á aðstoð og leiðbeiningum við hegðunarmótandi aðgerðir fyrir einstaklinginn.
 • Umsjónarkennari afli upplýsinga um nýja nemendur frá foreldrum/forráðamönnum og fyrri skóla svo hægt sé að vinna að því að skólaskipti gangi vel.

7. Skráning

 • Námsráðgjafi sjái um að upplýsingar um öll eineltismál sem upp koma séu skráð í gagnagrunn skólans. Þar komi fram lýsing á hvernig tekið var á málinu, hvernig það leystist og hverjir eiga að fylgja málinu eftir.
 • Kennarar haldi eigin skrá um eineltismál sem upp koma hjá þeim, hvernig mál þróast og hvernig unnið er úr þeim.

8. Gæsla

 • Skólayfirvöld bera ábyrgð gagnvart foreldrum/forráðamönnum á að gæsla sé góð í frímínútum, á göngum, á skólalóð, í búningsklefum og sturtum í íþróttahúsi. Hvað varðar gæslu í íþróttahúsi ber skólayfirvöldum að hafa samvinnu við æskulýðs- og íþróttafulltrúa bæjarins.
 • Skólaleikvellinum sé skipt í umsjónarsvæði og er æskilegt að tveir starfsmenn séu á hverju svæði.
 • Til að rjúfa þau skörpu skil sem eru á milli kennslustunda og frímínútna skal með sérstöku átaki og vinnureglum samræma starf kennara, skólaliða, gangavarða og umsjónarmanna búningsklefa til varnar gegn einelti innan skólans og fyrir bættri almennri hegðun.

Slˇ­in ■Ýn:

Einelti » ┴Štlanir

Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjˇnskerta og lesblinda Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ

Mynd

Samvera - Samvinna - Samkennd